Má ég blogga um bjartsýnisstöðvar heilans?

Rakst á frétt á mbl.is sem segir frá því að vísindamenn við New York háskóla hafi fundið bjarsýnisstöðvar mannsheilans. Það var víst notuð "háþróuð heilmyndatækni" til að mynda heila þátttakenda í rannsókninni þegar þau ímynduðu sér góða og slæma hluti. Góðar og slæmar "ímyndir" virtust kveikja á mismunandi stöðvum í heilanum. Þablega það...

Sé ekki alveg hvernig þetta tengist bjartsýni. Fólkið er að ímynda sér eitthvað gott en þetta segir manni ekkert um hvernig þau muni takast á við vandamál, hvort þau séu bölsýnisfólk eða gætu unnið til bjartsýnisverðlauna Brösters.  Ef fyrri vísindafréttamennska á mbl.is segir mér eitthvað þá mun það vera það að
1) fréttamaðurinn hefur væntanlega ekki lesið rannsóknargreinina, bara lesið UM greinina. Þanig kannski varð einhver misskilningur í þýðingu á texta.
2) ég mun hins vegar ekki eiga í neinum vandræðum með að finna greinina sjálfur, það er jú ekki nema einn háskóli í öllu New York fylki og væntanlega bara einn rannsakandi sem er í heilarannsóknum. Það skýrir hvers vegna ekki er minnst á hvar rannsóknin var gerð eða hver gerði hana. 

Ég opnaði fyrstu 6 fréttirnar í tækni og vísinda flokknum á mbl.is og þetta var sú eina sem ekki var hægt að blogga um. Getur verið að fréttamennirnir séu orðnir þreyttir á því að við séum að gagnrýna léleg vinnubrögð? Eða gleymdist bara að bjóða uppá að tengja blogg við þessa frétt? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þegar fréttamenn skrifa um hluti sem þeir hafa ekki vit á.

Halla Rut , 26.10.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Halla Rut

En þar sem ég hef ekkert vit á þessu heldur þá hef ég vit á að þegja og segi ég bara góða helgi.

Halla Rut , 26.10.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Grétar Sigurjónsson

Höfundur

Jón Grétar Sigurjónsson
Jón Grétar Sigurjónsson
Framhaldsnemi í taugasálfræði og atferlisfræði við háskólann í Galway á Írlandi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband