Vanhæfir fréttamenn Morgunblaðsins

Hvernig væri nú að fréttamenn Morgunblaðsins/24 Stunda, eða að minnsta kosti mbl.is, færu að vinna vinnuna sína og gera eitthvað annað en bara þýða orðrétt upp úr erlendum fréttamiðlum? Þessi rannsókn segir nákvæmlega ekkert um það að lyfjagjöf sé gagnslaus við ofvirkni, ekki neitt! Þú þarft ekki einu sinni að vera meira en sæmilega læs á ensku til að sjá að íslenska fyrirsögnin er röng. Fréttamiðstöð háskólans í Buffalo sendi frá sér fréttatilkynningu með eftirfarandi fyrirsögn: "Medication Combined with Behavior Therapy Works Best for ADHD Children, Study Finds" (skáletrun mín).

Meginniðurstöður eru þær að ef notuð er atferlismeðferð með lyfjameðferð má betur stilla af lyfjaskammta barna með ADHD. Ekki sérlega flókið. Það eru stórmerkilegar fréttir og frábært fyrir börn sem þjást af ADHD og fjölskyldur þeirra ef hægt er að minnka lyfjaskammta.

Rannsóknina má finna á eftirfarandi slóð : http://www.buffalo.edu/news/fast-execute.cgi/article-page.html?article=72800009 


mbl.is Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Magnússon

Mér viðrist að hegðun sem leiðir til ADHD greiningar byrji oftast í skóla. Mér skilst líka að ADHD tilfelli séu sjaldgæf á leikskólum en svo byrji vandamálin þegar komið er í skólann.

Væri þá ekki rétt að leita orsakanna þar?

Mér finnst ekkert skrítið að börn eigi við einbeitingarskort að stríða og líði illa í skóla, ekki frekar en að maður sem situr í fangelsi sé þunglyndur.

Vandinn er sá að skólakerfið er svo heilagt að það þykir betra að gefa börnum sterk lyf frá vafasömum lyfjaframleiðendum en að taka þau úr skóla eða breyta skólakerfinu.

Að taka barn úr skóla yrði lagt að jöfnu við að skera af því annan fótinn því að það myndi takmarka möguleika þeirra í framtíðinni. Samt vitum við vel að listamenn, bissnessnenn, og snillingar eins og Einstein voru tossar í skóla.

Ég vill árétta að ég geri mér grein fyrir að ADHD er til og er alverlegt. Mér sýnist bara að skólavist sé stór áhættuþáttur í að vera ranglega greindur með röskunina.

P.S með orðinu "skóli" í þessu innslagi á ég við skólakerfið eins og við þekkjum það.


Sjá umræðu hér

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Grétar Sigurjónsson

Höfundur

Jón Grétar Sigurjónsson
Jón Grétar Sigurjónsson
Framhaldsnemi í taugasálfræði og atferlisfræði við háskólann í Galway á Írlandi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband