Ledger hype

Áður en ég held lengra er rétt að taka fram að ég hef ekki enn séð Batman, á hins vegar miða í IMAX salinn Ann Arbor í næstu viku, hlakka ekkert smá til! 

Það er svolítið sorglegt hvað dauði Heath Ledger er að hafa mikil áhrif á umsagnir um nýju Batman myndina. Enn verra er þegar fólk virðist vera að draga úr leik Ledgers bara af því að hann er látinn og er að halda því fram að fólki hefði verið alveg sama um Ledger sem Joker ef hann væri enn á lífi. Ég man hins vegar eftir greinum í Empire tímaritinu og viðtali við innanbúðarfólk af tökustað myndarinnar sem hélt varla vatni yfir leik Ledger á meðan hann var enn á lífi.

Hins vegar er forvitnilegt að svo virðist sem Joker hlutverkið sé nokkurs konar segull á tilnefningar, að minnsta kosti ef slúðrið í Hollywood er rétt þar sem fólk heldur að Ledger muni verða tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Svipað gerðist þegar Jack Nicholson lék Jokerinn, hann var tilnefndur bæði til Golden Globe og BAFTA fyrir það hlutverk.

Einhverntíman sagði Christpher Nolan að nýja Batman serían ætti ekki að verða eins og síðasta sería, sem einblíndi svo mikið á glæpónana að Batman týndist, en mér sýnist sem það sé að verða raunin með þessa seríu líka.


mbl.is Kvikmynd um Leðurblökumanninn setur aðsóknarmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hef nú auðvitað ekki séð myndina ennþá, en ég verð samt að vera ósammála þér með seinustu málsgreinina. Fannst Begins einmitt sýna mjög vel eins og hún átti einmitt að gera Batman sjálfan. Þeir vondu komu inn í á leiðinni en voru aldrei miðpunktur myndarinnar.

Með Dark Knight er bara spurning hvernig hún kemur út. Dauði Ledgers dregur hugsanlega athygli áhorfenda meira að honum sjálfum(ásamt því að hann var frábær leikari, þó Bale sé nú lítið síðri) en það er ekki þar með sagt að myndin fylgi honum eftir eins og áhorfandinn.

All in all, hlakkar mig mikið til að sjá þessa mynd(er eins og er að spá í útfrá IMDB hvort þetta sé bara hype eða hvort hún sé í raun svona mögnuð).

Gunnar (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Beturvitringur

Ég er undir sömu sökina seldur. Hef engan áhuga á Batman en langar rosalega að sjá Ledger.  Hafi hann sýnt leikhæfileika sína að fullu á ég ekki von á öðru en að hann slái í gegn.

Hann er mér óendanlega minnistæður í hlutverki fangavarðar/lögreglu-sonarins í MONSTER'S BALL. Ein sterkasta mynd sem ég hef séð (Billy Bob Thornton lék pabbann)  Í þeirri mynd LÉK Ledger EKKI. Hann VAR

Beturvitringur, 21.7.2008 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Grétar Sigurjónsson

Höfundur

Jón Grétar Sigurjónsson
Jón Grétar Sigurjónsson
Framhaldsnemi í taugasálfræði og atferlisfræði við háskólann í Galway á Írlandi.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband